About / Um okkur
At first, we were two - a yarn shop owner and a knit designer. After noticing an increase in wool festivals popping up in cities around the world, we came up with the idea in 2018 to have an international knitting festival in Reykjavík. It only seemed natural to do so since Iceland has such rich history and culture in wool and knitting. For almost two years, we gathered information, sought advice, contacted possible partners, found venues, and met monthly before launching the Reykjavík Knitting Festival. The purpose is simple - gather people from many different cultures, countries, and backgrounds together to learn, socialize, exchange knowledge, and explore parts of Iceland. This four-day event is open to all those who knit, crochet or do other related fiber crafts. Some of the activities include workshops on a variety of topics led by experts, fun day trips, a great marketplace and social gatherings.
Fyrst vorum við tvær - garnverslunareigandi og prjónhönnuður. Við höfðum tekið eftir auknum fjölda prjónahátíða í löndunum í kringum okkur og áhuginn á þeim virtist aukast. Við ræddum málin og í byrjun árs 2018 ákváðum við að slá til og halda sambærilega alþjóðlega prjónahátíð í Reykjavík. Það lá í augum uppi því Ísland er jú þekkt fyrir sína prjónasögu og prjónahefð. Nú hefur undirbúningur staðið yfir í um tvö ár, upplýsingum safnað, ráðgjöf fengin, rætt við mögulega samstarfsaðila, viðburðarstaður bókaður, og fundað oft og títt áður en Reykjavík Knitting Festival - Prjónahátíð Reykjavíkur var kynnt. Ákvörðunin hafði verið tekin og markmiðin voru skýr - halda hátíð þar sem fólk með ólíkan bakgrunn, þjóðerni og menningu gætu komið saman og lært, blandað geði, skipts á hugmyndum og skoðað Ísland í leiðinni. Þessi fjögurra daga hátíð er opin öllum sem hafa áhuga á prjóni, hekli eða annarri textíliðju. Það verður boðið upp á alls konar námskeið, skemmtilegar dagsferðir, markað og prjónahittinga.
Better together / Betri saman
Guðrún Hannele
Owner of the yarn store Storkurinn for 12 years ago, Hannele lives and breathes in the world of yarn and knitting. She has an MA in textile and teaches knitting classes in Storkurinn and elsewhere. Knitting techniques and design are her favorite subjects, as well as pattern. She is one of the founders of the festival. storkurinn.is
Hannele lifir og hrærist í heimi garns og prjóns og hefur rekið garnverslunina Storkinn í 12 ár. Prjón er bæði vinnan hennar og ástríða og hún trúir því að þeim sem prjóna leiðist aldrei. Hún er með MA í textílkennslu og kennir á prjónanámskeiðum í Storkinum og víðar. Vettlingaprjón, sjalaprjón og alls konar prjóntækni eru skemmtilegustu viðfangsefnin, svo og uppskriftagerð og bókaskriftir, auðvitað um prjón. Auk þess hefur hún verið í iðorðanefnd um hannyrðir þar sem prjónaorð koma við sögu. Þegar tími gefst prjónar hún líka á barnabörnin. Hún er einn af stofnendum hátíðarinnar. storkurinn.is
Hélène Magnússon
Hélène is an Icelandic/French designer passionate about the Icelandic knitting heritage. She believes the best way to preserve traditions is to continue using them, giving them a new life. In the hope it would help revive some of the traditions, she developed a range of unique Icelandic yarns and when she’s not busy publishing patterns and writing books about Icelandic knitting, she is guiding adventurous hiking and knitting tours in Iceland. She is one of the founders of the festival. icelandicknitter.com
Hélène er íslenskur prjónhönnuður. Hún er frönsk að uppruna, hefur óþrjótandi áhuga á hinni íslensku prjónahefð. Hún telur að besta leiðin til að varðveita hefðir sé að halda áfram að nota þær og gefa þeim nýtt líf. Í von um að það tækist að endurvekja sumar þeirra, þróaði hún úrval af einstöku íslensku garni úr mjúkri íslenskri lambsull. Þegar hún er ekki upptekin við að gefa út uppskriftir og skrifa bækur um íslenskt prjón, er hún leiðsögumaður í ævintýralegum göngu- og prjónaferðum á Íslandi. Hún er einn af stofnendum hátíðarinnar. prjonakerling.is
Jewells Chambers
Jewells is a native New Yorker that found herself moving to Iceland in 2016 after falling in love with an Icelander. The country’s fascinating history, culture, language, and nature intrigued her so much that she created a podcast called All Things Iceland. She shares her adventures in Iceland on Instagram, Facebook, and YouTube. When she is not talking about Iceland, you can find her creating digital marketing strategies for companies, testing vegan recipes or spending time with her loved ones. She’s a crocheter and plans to knit her first lopi sweater with a little help from Hannele and Hélène!
Jewells er frá New York og flutti til Íslands árið 2016 eftir að hafa orðið ástfangin af Íslendingi. Íslensk saga, menning, tungumál og náttúra landsins heilla hana svo mikið að hún byrjaði með podcastið All Things Iceland. Hún deilir ævintýrum sínum á Íslandi á Instagram, Facebook og YouTube. Þegar hún er ekki að tala um Ísland, vinnur hún við að búa til stafrænar markaðsaðferðir fyrir fyrirtæki, prófa vegan uppskriftir eða eyða tíma með ástvinum sínum. Hún kann að hekla en ætlar að prjóna sína fyrstu lopapeysu með smá hjálp frá Hannele og Hélène!
Saga Events
Villi, Pétur and Hafsteinn are the people behind Sagaevents, an event management company and group travel agency with extensive experience in designing, organising and executing events of all kinds. Sagaevents was founded in 2002 with the sole purpose of creating unforgettable and authentic experiences, be it small or large. Projects include Incentive Trips, Group Tours, Gala Dinners, Corporate Events, Weddings, Concerts, Award Ceremonies and live televised events, to name a few. The festival couldn’t be in better hands!
Sagaevents er viðburða- og ferðaþjónustufyrirtæki með áralanga reynslu af skipulagningu, hönnun og framkvæmd viðburða af öllu tagi. Villi, Pétur and Hafsteinn hafa verið starfandi frá árinu 2002 og hafa frá stofnun sérhæft sig í að skapa ógleymanlegar upplifanir, stórar jafnt sem smáar. Þeir hafa séð um hvata- og hópaferðir, árshátíðir, Gala kvöldverði, fyrirtækjaviðburði, ráðstefnur, brúðkaup, tónleika, sjónvarpsverðlaun og margt fleira. Hátíðin gat ekki verið í betri höndum!