Fitjað upp á fortíðinni með Ýr Jóhannsdóttur - Ýrúrarí
Kennari: Ýr Jóhannsdóttir - Ýrúrarí
Tungumál: Íslenska
(Class also in English here.)
Á námskeiðinu læra nemendur ólíkar og skemmtilegar textílaðferðir bæði til að auka nýtni gamalla prjónaðra flíka og umbreyta þeim á persónulegan og skapandi máta. Námskeiðið hefst á kynningu á fyrri verkum prjónahönnuðarins Ýrúrarí og innsýn gefið í hennar ferli og hugmyndavinnu fyrir peysu endurvinnslu verkefnum hennar. Nemendur mæta með gamla prjónaða flík sem þeir hafa áhuga á að vinna með og breyta og fara út af námskeiðinu með prjónaðar skissur og hugmynd um hvernig þeir vilja vinna áfram með flíkina, eða nota aðferðirnar fyrir flíkur sem bíða heima í fataskápnum.
Nemendur munu læra hvernig hægt er að nýta lykkjur í prjónuðum flíkum og umbreyta þeim með nýjum eins og t.d að prjóna vasa og aðrar aðferðir sem hægt er að nýta til að vinna á gamlar peysur eins og tómann striga.
Tími: Fimmtudag 14:30-17:30, 23. april 2020
Lengd námskeiðs: 3 klst.
Hámarksfjöldi nemanda: 15
Staður: Námskeiðið verður haldið í miðborg Reykjavíkur nálægt Iðnó.. Þátttakendur fá nánari upplýsingar tímanlega áður en námskeiðið hefst.
Erfiðleikastig: Aðferðirnar sem kenndar verða á námskeiðinu henta jafnt vel stutt komnum prjónurum sem og lengra komnum og geta nemendur aðlagað aðferðirnar að sínum stíl og reynslu.
Heimavinna fyrir námskeiðið: Engin.
Hafa meðferðis - efni og áhöld: Koma með peysu, trefil, húfu eða aðra prjónaða flík sem nemandi hefur áhuga á að vinna með og breyta. Flík má vera með skemmdum, eins með föstum blettum eða götótt.
Sokkaprjónar í stærðum 3-5, eða prjónasett ef nemandi á til, skæri og nál. Garn verður á staðnum en nemendum er velkomið að koma með garn sem þeir óska eftir að nýta með flíkinni sem tekin er með.
Efniskostnaður: Enginn.
Verð: 14.900 ISK
Ýr Jóhannsdóttir -
Ýrúrarí
Ýr Jóhannsdóttir hefur unnið með prjón og peysuformið undir nafninu Ýrúrarí síðan 2012. Árið 2017 útskrifaðist hún með BA gráðu í Textíl hönnun með áherslu á prjón frá Glasgow school of Art og stundar nú nám í listkennslu fræðum við Listaháskóla Íslands. Prjónaverkefni Ýrar hafa hlotið töluverða athygli hérlendis sem og erlendis fyrir frumleika, leikgleði og hagnýtni. Fylgist með nýjum verkefnum á www.instagram.com/yrurari yrurari.com