Íslensk peysa með nútíma nálgun með Helgu Thoroddsen

Kennari: Helga Thoroddsen

Túngumál: Íslenska

Á þessu námskeiði verður unnið út frá hugmynd af íslenskri ullarpeysu frá sirka 1920. Hugmyndin hefur verið uppfærð til nútímans og þeirra prjónahefða sem vinsælar eru í dag og hafa verið að þróast á síðustu árum. Þátttakendur frá tækifæri til að setja sinn svip á peysuna m.a. með efnis- og litavali. Prjónað verður eftir tilbúinni uppskrift eftir Helgu.

Tekin verður fyrir hefðbundin prjóntækni, prjónað ofan frá og niður, marglitt munsturprjón, mislangar umferðir, útaukningar, litasamsetningar og snúruaffelling. Áhersla á faglegar prjónaaðferðir og frágang.

  • Tími: Fimmtudag 14:30-17:30, 23. april 2020
    og Laugardag 14:30-17:30, 25. april 2020

  • Lengd námskeiðs: 3+ 3 klst., alls 6 klst.

  • Hámarksfjöldi nemanda: 10

  • Staður: Námskeiðið verður haldið í miðborg Reykjavíkur nálægt Iðnó. Þátttakendur fá nánari upplýsingar tímanlega áður en námskeiðið hefst. 

  • Erfiðleikastig: Vanur prjónari  

  • Heimavinna fyrir námskeiðið: Enginn heimavinna.

  • Hafa meðferðis - efni og áhöld: Hefðbundin prjónaáhöld og fylgihluti, málband, skæri, nálar, prjónamál o.s.frv. Gott úrval af góðum prjónum í algengustu stærðum (3 – 6 mm) er nauðsynlegt.

  • Efniskostnaður: Efniskostnaður (garn í peysuna) bætist við námskeiðsgjaldið. Kennari mun hafa samband við þátttakendur fyrir námskeiðið og fara yfir hugmyndir varðandi efnisval.

  • Verð: 24.900 ISK

 
HELGA-THORODDSEN-kennari.jpg

Helga Thoroddsen

Ég er ástríðumanneskja um prjón og prjónhönnun auk þess að hafa brennandi áhuga á öllu sem viðkemur fallegum textíl og textílhönnun. Ég er með meistaragráðu í vefjaefnafræði frá Colorado State University (1989) og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1985 með áherslu á handmennt. Peysuhönnun er mér sérstaklega hugleikin og glíman við flókin og óvenjuleg prjónamunstur getur tekið hug minn allan tímunum saman. Ég sé prjón sem kraftaverk til að róa hugann, gleyma stað og stund, skapa flæði, skora heilann á hólm og síðast en ekki síst til þess að búa til einstakar flíkur sem veita stolt og gleði. Önnur áhugamál mín fyrir utan prjónið eru hestarnir mínir, fjölskyldan, vinir, matseld og ræktun matvæla í litla garðinum mínum og gróðurhúsinu á Straumum í Ölfusi. www.prjon.is