Íslensk peysa með nútíma nálgun með Helgu Thoroddsen
Kennari: Helga Thoroddsen
Túngumál: Íslenska
Á þessu námskeiði verður unnið út frá hugmynd af íslenskri ullarpeysu frá sirka 1920. Hugmyndin hefur verið uppfærð til nútímans og þeirra prjónahefða sem vinsælar eru í dag og hafa verið að þróast á síðustu árum. Þátttakendur frá tækifæri til að setja sinn svip á peysuna m.a. með efnis- og litavali. Prjónað verður eftir tilbúinni uppskrift eftir Helgu.
Tekin verður fyrir hefðbundin prjóntækni, prjónað ofan frá og niður, marglitt munsturprjón, mislangar umferðir, útaukningar, litasamsetningar og snúruaffelling. Áhersla á faglegar prjónaaðferðir og frágang.
Tími: Fimmtudag 14:30-17:30, 23. april 2020
og Laugardag 14:30-17:30, 25. april 2020Lengd námskeiðs: 3+ 3 klst., alls 6 klst.
Hámarksfjöldi nemanda: 10
Staður: Námskeiðið verður haldið í miðborg Reykjavíkur nálægt Iðnó. Þátttakendur fá nánari upplýsingar tímanlega áður en námskeiðið hefst.
Erfiðleikastig: Vanur prjónari
Heimavinna fyrir námskeiðið: Enginn heimavinna.
Hafa meðferðis - efni og áhöld: Hefðbundin prjónaáhöld og fylgihluti, málband, skæri, nálar, prjónamál o.s.frv. Gott úrval af góðum prjónum í algengustu stærðum (3 – 6 mm) er nauðsynlegt.
Efniskostnaður: Efniskostnaður (garn í peysuna) bætist við námskeiðsgjaldið. Kennari mun hafa samband við þátttakendur fyrir námskeiðið og fara yfir hugmyndir varðandi efnisval.
Verð: 24.900 ISK