Mósaík hekl – Havana teppið með Tinnu Þórudóttur Þorvaldar

Kennari: Tinna Þórudóttir Þorvaldar

Tungumál: Íslenska

Langar þig til að læra að hekla mósaíkmunstur? Ég skal kenna þér það! Mósaík munstur eru ótrúlega skemmtileg og einföld hekl munstur sem hægt er að nota í allskonar verkefni. Á námskeiðinu kenni ég ykkur grunninn og tæknina í mósaíkmunstur hekli og þið gerið prufu með Havana uppskriftinni minni.

  • Tími: Fimmtudag 9:00-12:00, 23. april 2020

  • Lengd námskeiðs: 3 klst.

  • Hámarksfjöldi nemanda: 10

  • Staður: Námskeiðið verður haldið í miðborg Reykjavíkur nálægt Iðnó. Þátttakendur fá nánari upplýsingar tímanlega áður en námskeiðið hefst. 

  • Erfiðleikastig: Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna aðeins að hekla og henta því ekki algjörum byrjendum, þá er nóg að kunna bara grunninn: loftlykkjur, fastalykkjur og stuðla.

  • Heimavinna fyrir námskeiðið: Engin. 

  • Hafa meðferðis - efni og áhöld: Innifalið í námskeiðinu er uppskriftin að Havana teppinu mínu á rafrænu formi, á ensku. Ef þú ert ekki vön/vanur að vinna með uppskriftir á ensku þá engar áhyggjur, því ég útskýri þetta allt á íslensku og við erum aðallega að vinna með munstur teikningu.

    ATH. að þið þurfið að prenta uppskriftina út sjálf, ef þið viljið hafa hana á pappír, eða koma með hana í síma eða spjaldtölvu eftir hentugleika. Þá þurfið þið að koma með garn í prufu, minnst 2 liti (best að hafa mikinn kontrast á litunum) og heklunál sem hæfir garninu. Það er hægt að nota hvaða garn sem er, bara einhverja afganga, en ég mæli með að það sé ekki of fíngert. Þá er einnig gott að hafa í huga að vera ekki með dökka liti.

  • Efniskostnaður: Enginn. 

  • Verð: 14.900 ISK

TINNA-%25C3%259EO%25CC%2581RUDO%25CC%2581TTIR-kennari.jpg

Tinna Þórudóttir Þorvaldar

Ég hef heklað og stundað hannyrðir síðan ég man eftir mér, gefið út 3 heklbækur, þær Þóru, Maríu og Havana, og ritstýrt þeirri fjórðu, Heklfélaginu. Ég er þaulreynd í heklkennslu og hef haldið heklnámskeið sl. 10 ár - ég hef kennt mörg hundruðum nemenda handtökin.