Munsturpjón fyrir alla með Ástþrúði Sif Sveinsdóttur
Kennari: Ástþrúður Sif Sveinsdóttir
Tungumál: Íslenska
Hálskragi – öskulög í Vatnajökli: Kraginn er prjónaður í hring, fitjað er upp á hálsmáli og prjónað niður. Prjónað er slétt prjón en í 6. hverri umferð er prjónað einfalt munstur. Leiðbeiningar eru bæði skrifaðar og í teikningu. Litaskiptin endurspegla óregluleg öskulög eins og þau koma fram á Vatnajökli. Þau eru gefin upp í uppskriftnni en auðvelt er að aðlaga litakskiptin að eigin smekk. Kraginn er frekar víður og tekin saman með snúru svo hægt sé að draga hann saman í hálsinn. Fallega íslenska bandið E+2 frá einrúm er notað í kragann. Eftir námskeiðið ertu komin með næga þekkingu til að prjóna munsturprjón eins og er í peysunni Aska. Við munum nota hringprjón, prjóna munstur í hring, gera útaukningar og búa til snúru.
Tími: Fimmtudag 9:00-13:00, 23. april 2020
Lengd námskeiðs: 4 klst.
Hámarksfjöldi nemanda: 10
Staður: Námskeiðið verður haldið í miðborg Reykjavíkur nálægt Iðnó. Þátttakendur fá nánari upplýsingar tímanlega áður en námskeiðið hefst.
Erfiðleikastig: Meðal kunnátta.
Heimavinna fyrir námskeiðið: Engin.
Hafa meðferðis - efni og áhöld: Hringprjónar nr. 3,5 mm og 4,5 mm
Efniskostnaður: Efniskostnaður er innifalinn; uppskrift af kraga og garn (3 x E+2: 80% íslensk ull + 20% Mulberry Thai Silk frá einrúm).
Verð: 17.900 ISK
Míðasala hefst kl 10.00 á föstudag 31. janúar 2020