Munsturpjón fyrir alla með Ástþrúði Sif Sveinsdóttur 

Kennari: Ástþrúður Sif Sveinsdóttir 

Tungumál: Íslenska 

Hálskragi – öskulög í Vatnajökli: Kraginn er prjónaður í hring, fitjað er upp á hálsmáli og prjónað niður. Prjónað er slétt prjón en í 6. hverri umferð er prjónað einfalt munstur. Leiðbeiningar eru bæði skrifaðar og í teikningu. Litaskiptin endurspegla óregluleg öskulög eins og þau koma fram á Vatnajökli. Þau eru gefin upp í uppskriftnni en auðvelt er að aðlaga litakskiptin að eigin smekk. Kraginn er frekar víður og tekin saman með snúru svo hægt sé að draga hann saman í hálsinn. Fallega íslenska bandið E+2 frá einrúm er notað í kragann. Eftir námskeiðið ertu komin með næga þekkingu til að prjóna munsturprjón eins og er í peysunni Aska. Við munum nota hringprjón, prjóna munstur í hring, gera útaukningar og búa til snúru.

  • Tími: Fimmtudag 9:00-13:00, 23. april 2020

  • Lengd námskeiðs: 4 klst.

  • Hámarksfjöldi nemanda: 10

  • Staður: Námskeiðið verður haldið í miðborg Reykjavíkur nálægt Iðnó. Þátttakendur fá nánari upplýsingar tímanlega áður en námskeiðið hefst. 

  • Erfiðleikastig: Meðal kunnátta.

  • Heimavinna fyrir námskeiðið: Engin. 

  • Hafa meðferðis - efni og áhöld: Hringprjónar nr. 3,5 mm og 4,5 mm

  • Efniskostnaður: Efniskostnaður er innifalinn; uppskrift af kraga og garn (3 x E+2: 80% íslensk ull + 20% Mulberry Thai Silk frá einrúm).

  • Verð: 17.900 ISK

Míðasala hefst kl 10.00 á föstudag 31. janúar 2020

 
astthrudur_square.jpg

Ástþrúður Sif Sveinsdóttir

Ástþrúður Sif Sveinsdóttir, eða Ásta eins og hún er kölluð, er afkastamikill prjónari sem lærði ung að árum af mömmu sinni. Hún hefur gaman af að hanna í frítíma sínum og hefur ferðast víða til að fá reynslu af prjóni, ull og jurtalitun. Hún nýtur þess að fara í langar gönguferðir með fjölskyldunni um hálendi Íslands þar sem hún leitar innblásturs. Hún prjónar mikið úr íslenskum lopa enda vísa litir hans sterkt í íslenska náttúru. Henni finnst ómetanlegt að vera umvafin prjónavinkonum sem hvetja hana til dáða og veita henni innblástur. Hún er á Ravelry sem astas, og astthrudursif á Instagram.