Margt um klukkuprjón með Auði Björt Skúladóttur

IMG_5985.jpeg

Kennari: Auður Björt Skúladóttir

Túngumál: Íslenska

Kennt verður að prjóna tvílitt klukkuprjón, prjóna báða litina samtímis, auk úrtöku og útaukningu og að gera kaðal í klukkuprjóni.

  • Tími: Fimmtudag 9:90-13:00, 23. april 2020

  • Lengd námskeiðs: 4 klst.

  • Hámarksfjöldi nemanda: 10

  • Staður: Námskeiðið verður haldið í miðborg Reykjavíkur nálægt Iðnó. Þátttakendur fá nánari upplýsingar tímanlega áður en námskeiðið hefst. 

  • Erfiðleikastig: Vanur prjónari  

  • Heimavinna fyrir námskeiðið: Enginn.

  • Hafa meðferðis - efni og áhöld: Hringprjónn, 60cm og 4mm eða sokkaprjónar 4mm, kaðlaprjónn eða hjálparprjónn. Garn í samráði við kennara.

  • Efniskostnaður: Kennari mun hafa samband við þátttakendur fyrir námskeiðið og ræða um val á garni.

  • Verð: 17.900 ISK

 
AUÐUR-BJÖRT-kennari-square.jpg

Auður Björt Skúladóttir

Samhliða því að starfa við textílkennslu í grunnskóla er ég í mastersnámI í textílkennslufræðum. Frá því að ég man eftir mér sem lítil stúlka hef ég verið prjónandi. Síðustu ár hef ég verið að hanna prjónauppskriftir og gefa út. Ég hef staðið fyrri nokkrum leyniprjónum og haldið mörg námskeið. Ég gaf út bókina Lopapeysuprjón árið 2016 og ári síðar var hún gefin út á ensku. Það sem einkennir mikið af minni prjónahönnun er að ég elska að hanna flíkur sem eru eins báðum megin hvort sem það er sjal, húfa eða opin peysa. Audurbjort á Ravelry.