Útsaumur á prjón með Arnþrúði Ösp Karlsdóttur

Kennari: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir

Tungumál: Íslenska

Útsaumur er skemmtileg aðferð við að skreyta og eða gera við prjónuð efni. Á þessu námskeiði verða sýndar mismunandi útsaumsaðferðir. Kennd verða nokkrar gerðir saumspora sem nota má til að skreyta, merkja eða gera við prjónuð efni, þar á meðan þjóðlega útsaum eins og gamla íslenska krosssauminn og refillsaum.

  • Tími: Fimmtudag 9:00 - 12:00, 23. april 2020

  • Lengd námskeiðs: 3 klst.

  • Hámarksfjöldi nemanda: 10

  • Staður: Námskeiðið verður haldið í miðborg Reykjavíkur nálægt Iðnó.. Þátttakendur fá nánari upplýsingar tímanlega áður en námskeiðið hefst

  • Erfiðleikastig: Bæði vanir og óvanir eru velkomin á námskeiðið.

  • Heimavinna fyrir námskeiðið: Engin.

  • Hafa meðferðis - efni og áhöld: Garn og efni sem nota þarf á námskeiðinu er innifalið í námskeiðisgjaldinu, en gott væri ef þátttakendur tækju með sér javanálar og skæri, en það verður hægt að fá lánuð þau áhöld sem þarf að nota. Þátttakendur geta einning komið með prjónaðar prufur, vettlingar eða peysu til þess að sauma í. Prjónað úr ullargarni, hvaða grófleiki sem er gengur.

  • Efniskostnaður: Efniskostnaður er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

  • Verð: 14.900 ISK

 
Arnþrúður+Ösp.jpeg

Arnþrúður Ösp Karlsdóttir

Arnþrúður er myndlistakona og textílkennari. Hún lauk listnámi frá textíldeild MHÍ og kennaranámi frá Håndarbejdet Fremmes Seminarium í Kaupmannahöfn. Hún hefur vinnur textílverk og bókverk samhliða kennslu og hefur tekið þátt í sýningu hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar að í Reykjavík. Í textílverkum hennar vinnur hún með þráð og hefðbundinn textíl og aðferðir eins og prjón, hekl, og útsaum. Hún handlitar hefðbundið ullarband og/eða línþráð og vinnur einnig með önnur efni eins og pappír og plast sem þráð til að dýpka listsköpunina bæði á hefðbundinn og nútímalegan hátt. www.karlsdottir.is