Guðrún Hannele: Íslenskir vettlingar – fegurð og fjölbreytileiki
Guðrún Hannele Henttinen er textílkennari, áhugakona um prjóntækni og prjónahefðir og íðorð í prjóni. Hún hefur rekið garnverslunina Storkinn í 12 ár og er er einn af stofnendum hátíðarinnar. storkurinn.is
Fyrirlestur fyrir þá sem hafa áhuga á vettlingaprjóni eða prjónaarfleifð Íslendinga.
Fjallað verður um vegferðina sem hófst fyrir nokkrum árum þegar ég ákvað að ráðast í það verkefni að gera bók um íslenska vettlinga. Fyrir valinu varð að teikna upp mynstur og skrifa uppskriftir fyrir valda vettlinga úr Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Á safninu er að finna marga áhugaverða vettlinga og því var valið erfitt, en ég reyndi að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi. Árangurinn mun svo koma út í bók frá Forlaginu, vonandi innan tíðar. Vettlingar með tungu, vettlingar með íprjónuðum þumlum, vettlingar með hliðarþumlum, vettlingamynstur, tungutak í vettlingaprjóni og sitthvað fleira verður tekið fyrir ásamt myndasýningu af vettlingunum úr bókinni.
Tungumál: Íslenska
(Lecture also in English on Sunday)Tími: Fimmtudag, kl 13-14, 23. april 2020
Lengd fyrirlestrar: 1 klst.
Staður: Í námunda við Iðnó í miðborg Reykjavíkur. Verður auglýst þegar nær dregur.
Verð: 4.900 ISK