Ýr Jóhannsdóttir, Ýrúrarí: Hvað er peysa?

Ýr Jóhannsdóttir hefur unnið með prjón og peysuformið undir nafninu Ýrúrarí síðan 2012. Árið 2017 útskrifaðist hún með BA gráðu í Textíl hönnun með áherslu á prjón frá Glasgow school of Art og stundar nú nám í listkennslu fræðum við Listaháskóla Íslands. Prjónaverkefni Ýrar hafa hlotið töluverða athygli hérlendis sem og erlendis fyrir frumleika, leikgleði og hagnýtni. www.yrurari.com Fylgist með nýjum verkefnum á www.instagram.com/yrurari

Í fyrirlestrinum kynnir prjónahönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Ýrúrarí, verkefni sín og ferli. Frá 2012 hefur Ýr unnið með peysuformið í verkum sínum og reynt ítrekað að vinna sig frá því en hefur tekið peysuna í sátt og gefur innsýn inn í sögulegt samhengi peysuformsins og sinni nálgun á peysuna. Ásamt sígildri en gamansamri glærukynningu verða nokkrar af peysum Ýrar til sýnis svo gestir geti skoðað prjóna aðferðirnar og mögulega fundið út hvernig þeir geta nýtt þær í sín eigin prjónaverkefni.

  • Tungumál: Íslenska

    (lecture also in English: What is a sweater?)

  • Tími: Föstudagur, 13:00-14:00, 24. april 2020

  • Lengd fyrirlestrar: 1 klst.

  • Staður: Í námunda við Iðnó í miðborg Reykjavíkur. Verður auglýst þegar nær dregur.

  • Verð: 4.900 ISK

ÝR-JÓHANNSDÓTTIR-kennari.jpg

Ýr Jóhannsdóttir

Ýr Jóhannsdóttir hefur unnið með prjón og peysuformið undir nafninu Ýrúrarí síðan 2012. Árið 2017 útskrifaðist hún með BA gráðu í Textíl hönnun með áherslu á prjón frá Glasgow school of Art og stundar nú nám í listkennslu fræðum við Listaháskóla Íslands. Prjónaverkefni Ýrar hafa hlotið töluverða athygli hérlendis sem og erlendis fyrir frumleika, leikgleði og hagnýtni. www.yrurari.com Fylgist með nýjum verkefnum á www.instagram.com/yrurari